Privacy

Persónuverndaryfirlýsing

Þessi þýðing hefur verið gerð þér til hægðarauka. Athugaðu að ef einhver munur er á þessari yfirlýsingu og ensku útgáfunni skal enska útgáfan gilda. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við okkur á privacy@nuskin.com

 

 

 

 

1. Efnisyfirlit

 1. Efnisyfirlit
 2. Yfirlit
 3. Hver við erum og hvernig á að ná sambandi við okkur
 4. Persónuupplýsingar sem við söfnum a. Flokkar persónuupplýsinga 2 b. Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér og af hverju 3 c. Skyldur þínar 5 d. Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þriðju aðilum 5 e. Börn 5
 5. Hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar
 6. Miðlun og flutningur á persónuupplýsingunum þínum a. Miðlun á persónuupplýsingum 6 b. Flutningur á persónuupplýsingum 6
 7. Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar
 8. Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar þínar
 9. Hver eru réttindi þín varðandi persónuupplýsingar þínar
 10. Val þitt um markaðssetningu
 11. Breytingar á friðhelgisstefnunni
Viðauki 1 – Listi yfir aðila á vegum Nu Skin sem bera ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna
Viðauki 2 - Hvernig við notum persónuupplýsingar þínar

 

2.    Yfirlit

Nu Skin hefur einsett sér að virða og verja friðhelgi þína. Við störfum í samræmi við kröfur margvíslegra laga á sviði friðhelgi og gagnaverndar sem gilda í löndum þar sem við störfum.

Friðhelgisstefnan útskýrir hvernig við söfnum, notum og deilum persónuupplýsingum viðskiptavina okkar, umboðsmanna, starfsumsækjenda og gesta á skrifstofu okkar og vefsíðu (í sameiningu „þú“ og „þitt“) og útskýrir réttindi þín varðandi notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Hafðu í huga að ekki er víst að allir hlutar skipti þig eins miklu máli eða eigi við um þig eftir kringumstæðum þínum. Til dæmis á 10. hluti um „val þitt um markaðssetningu“ að meginreglu ekki við um þig ef þú ert gestur á skrifstofu því við sendum venjulega ekki gestum á skrifstofu skilaboð með beinni markaðssetningu.

Gakktu úr skugga um að þú lesir þessa friðhelgisstefnu vandlega áður en þú notar vefsvæðið okkar eða smáforrit og/eða sendir okkur persónuupplýsingar þínar.

3.    Hver við erum og hvernig á að ná sambandi við okkur

Nu Skin Enterprises Inc. og systur- og dótturfélög þess („Nu Skin“, „við“, „okkur“ og „okkar“) er alþjóðleg fyrirtækjasamstæða, sem býður upp á persónulegar umhirðuvörur, næringarbætiefni, tæki og aðrar vörur og þjónustu í gegnum (i) vefsvæði Nu Skin (hvort sem þau eru staðbundin eða alþjóðleg) (öll eru þau „vefsvæði“) (ii) smáforrit og tól Nu Skin („smáforritin“) og (iii) net sjálfstæðra dreifingaraðila („umboðsmenn“).

Það getur verið að mismunandi aðilar á vegum Nu Skin vinni úr persónuupplýsingunum þínum eftir því hver þú ert og/eða í mismunandi tilgangi. Hér má finna lista yfir aðila á vegum Nu Skin sem eru ábyrgðaraðilar gagna og bera ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinganna þinna. Hafðu samband við friðhelgisdeildina eða gagnaverndarfulltrúa okkar [DPOoffice@nuskin.com] ef þú hefur spurningar eða áhyggjur, vilt uppfæra persónuupplýsingar þínar eða framfylgja réttindum þínum eins og lýst er að neðan.

4.    Persónuupplýsingar sem við söfnum

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar, sem tengjast með beinum hætti persónugreindum eða persónugreinanlegum lifandi einstaklingi, eða lögaðila þar sem svo á við. Persónuupplýsingar kunna að innihalda nafn, netfang, heimilisfang, símanúmer, IP-tölu, greiðslukortaupplýsingar, valkosti, aldur, kyn, starf, o.s.frv.

Persónuupplýsingarnar, sem við söfnum og það hvernig við söfnum þeim, fer eftir því hvernig þú átt í samskiptum við okkur. Til að mynda getur verið að við söfnum mismunandi upplýsingum um þig ef þú ert einn af viðskiptavinum okkar samanborið við það ef þú ert umboðsmaður okkar. Að neðan má finna almennt yfirlit yfir það hvernig við stöndum að gagnasöfnun og úrvinnslu. Ef þú, hins vegar, vilt fá frekari upplýsingar um það hvernig við stöndum að tiltekinni gagnaúrvinnslu og ástæðum hennar má finna upplýsingar um það í listanum „Hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar“ hér. Listinn inniheldur upplýsingar um gagnaúrvinnslu eftir gagnaefnisflokkum.

a.      Flokkar persónuupplýsinga

Eftirfarandi eru almennir flokkar persónuupplýsinga sem við söfnum:

-          Samskiptaupplýsingar eins og nafn, titill, heimilisfang, netfang og símanúmer;

-          Æviupplýsingar eins og kyn, fæðingardagur, þjóðerni, ljósmynd eða myndbönd af þér, starf og upplýsingar um fjölskyldulíf (fyrir utan sérhæfða gagnaflokka), þar á meðal um fjölskyldu, börn, tómstundir og áhugamál;

-          Auðkennisupplýsingar eins og vegabréfsnúmer, lögheimilisfang, kennitala og aðrar auðkennisupplýsingar og skjöl og ljósrit af framangreindum skjölum eftir því sem heimilað er í gildandi lögum;

-          Skráningarupplýsingar eins og beiðnir um fréttabréf, skráningar á viðburði/hvataferðir, áskriftir, niðurhal og notandanafn/lykilorð, gagnabeiðnir á skráningareyðublöðum og tengdar upplýsingar eins og endurgjöf og svör við könnunum;

-          Reiknings- og fjárhagsupplýsingar eins og bankaupplýsingar, greiðslukorta-/debetkortaupplýsingar, afrit af bankayfirliti og upplýsingar eða nauðsynleg gögn til að staðfesta og/eða vinna úr greiðslum.

-          Vöruupplýsingar eins og kaupsaga þín, upplýsingar um vörur sem við höfum selt þér, vöruskil og uppáhaldsvörur;

-          Sérhæfðir gagnaflokkar persónuupplýsinga, en það getur verið að við söfnum tilteknum flokkum persónuupplýsinga við afmarkaðar kringumstæður eins og upplýsingum í tengslum við kynþátt eða þjóðaruppruna eða heilsufar þitt;

-          Upptökur úr öryggismyndavélum sem gera okkur kleift að auðkenna þig þegar þú kemur á skrifstofur okkar;

-          Upplýsingar um notkun þína á upplýsingatæknikerfum og búnaði Skini N ef þú ert umboðsmaður;

-          Aðrar upplýsingar: Aðrar persónuupplýsingar sem þú veitir okkur að eigin frumkvæði. Til dæmis ef þú velur að veita okkur persónuupplýsingar um fjölskyldumeðlimi þína þegar þú fyllir út eyðublað okkar á netinu með sérstökum reit í þeim tilgangi eða þegar þú hefur samband við þjónustuver okkar.

b.      Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér og af hverju

Við söfnum persónuupplýsingum frá þér með eftirfarandi hætti:

                                 I.            Sem viðskiptavinur:

-          Þegar þú býrð til Nu Skin reikning munum við safna eða biðja þig um að veita okkur samskiptaupplýsingar um þig, tilteknar æviupplýsingar og aðrar viðeigandi upplýsingar ásamt óskum þínum um hvernig við höfum samband við þig;

-          Þegar þú kaupir vörur Nu Skin eða þjónustu eða skilar vörum munum við safna eða biðja þig um að veita samskiptaupplýsingar þínar, reikningsupplýsingar og fjárhagslegar upplýsingar og aðrar viðeigandi upplýsingar;

-          Þegar þú skráir þig fyrir fréttabréfi okkar og/eða þjónustu okkar á netinu munum við safna eða biðja þig um að veita okkur samskiptaupplýsingar um þig og aðrar viðeigandi upplýsingar, þar á meðal skráningarupplýsingar ásamt óskum þínum um hvernig við höfum samband við þig; og

-          Í öðrum samskiptum þínum við Nu Skin, til dæmis þegar þú hefur samband við þjónustuver okkar. Í slíku tilviki munum við safna persónuupplýsingunum sem þú veittir okkur að eigin frumkvæði og öðrum persónuupplýsingum sem við þurfum á að halda til að leysa úr beiðninni. Ef þú hringir í símaver okkar munum við taka upp símtalið.

                               II.            Sem umboðsmaður:

-          Þegar þú sækir um að gerast umboðsmaður Nu Skin munum við safna eða biðja þig um að veita okkur fjárhags- og rekstrarupplýsingar og aðrar viðeigandi upplýsingar, hugsanlega þar á meðal auðkennisupplýsingar og frekari æviupplýsingar;

-          Þegar þú kaupir vörur Nu Skin eða þjónustu eða skilar vörum munum við safna eða biðja þig um að veita samskiptaupplýsingar þínar, reikningsupplýsingar og fjárhagslegar upplýsingar og aðrar viðeigandi upplýsingar;

-          Þegar þú skráir þig fyrir fréttabréfi okkar og/eða þjónustu okkar á netinu munum við safna eða biðja þig um að veita okkur samskiptaupplýsingar um þig og aðrar viðeigandi upplýsingar, þar á meðal skráningarupplýsingar ásamt óskum þínum um hvernig við höfum samband við þig;

-          Þegar þú skráir þig á viðburð/í hvataferð á okkar vegum munum við safna eða biðja þig um að veita samskipta- og auðkennisupplýsingar um þig og gesti þína og aðrar viðeigandi upplýsingar, þar á meðal æviupplýsingar, skráningarupplýsingar, reiknings- og fjárhagsupplýsingar;

-          Þegar þú notar sum smáforrit okkar sem innskráður umboðsmaður munum við einnig biðja þig um að veita okkur upplýsingar í tengslum við smáforritið, hugsanlega þar á meðal um þjóðaruppruna og heilsufar ef slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til að bjóða þér upp á þá virkni sem þú hefur óskað eftir með notkun þinni á smáforritinu.

-          Þegar þú tilkynnir um meintilvik munum við safna eða biðja þig um að veita okkur samskiptaupplýsingar þínar ásamt upplýsingum um meintilvikið sem þú varðst fyrir og geta þær innihaldið heilsufarsupplýsingar;

-          Þegar þú notar upplýsingatæknikerfi eða búnað fyrirtækisins okkar getur verið að við söfnum upplýsingum í tengslum við notkun þína á búnaðinum; og

-          Með öðrum samskiptum þínum við Nu Skin, til dæmis með því að hafa samband við okkur með ýmiss konar samskiptaháttum. Í slíku tilviki munum við safna persónuupplýsingunum sem þú veittir okkur að eigin frumkvæði og öðrum persónuupplýsingum sem við þurfum á að halda til að leysa úr beiðninni. Ef þú hringir í símaver okkar munum við taka upp símtalið.

                             III.            Sem starfsumsækjandi:

-          Þegar þú sækir um starf hjá okkur munum við biðja þig um upplýsingar í tengslum við umsóknina eins og nafn, samskiptaupplýsingar, atvinnusögu og menntun. Það getur verið að við biðjum þig um að sækja um í gegnum atvinnukerfið okkar þar sem sérstök friðhelgistilkynning er til staðar;

-          Með öðrum samskiptum þínum við Nu Skin til dæmis með því að hafa samband við okkur með ýmiss konar samskiptaháttum. Í slíku tilviki munum við safna persónuupplýsingunum sem þú veittir okkur að eigin frumkvæði og öðrum persónuupplýsingum sem við þurfum á að halda til að leysa úr beiðninni. Ef þú hringir í símaver okkar munum við taka upp símtalið.

                            IV.            Sem gestur á skrifstofu:

-          Þegar þú kemur í heimsókn í eina af byggingum okkar getur verið að við söfnum nauðsynlegum upplýsingum til að auðkenna þig og framkvæma nauðsynlegar öryggisskoðanir, eins og nafn þitt og nafn fyrirtækisins þíns. Það getur einnig verið að við geymum upptökur úr öryggismyndavélum þar sem þú ert persónugreinanleg/ur.

                              V.            Sem gestur á vefsvæði:

-          Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar eða notar smáforritin okkar söfnum við sjálfkrafa, geymum og notum tæknilegar upplýsingar um búnað þinn og notkun þína á vefsvæðinu okkar og smáforritum („almennar upplýsingar“). Við fáum þessar almennu upplýsingar sendar til okkar úr tölvunni þinni eða persónulegu tæki með ýmiss konar kökum og öðrum tæknilegum leiðum. Sumir vafrar kunna að senda vefsvæðum sem vafrinn á í samskiptum við merki um að „rekja ekki“.  Vefsvæði okkar bregðast eins og er ekki við slíkum merkjum um „að rekja ekki“.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um notkun okkar á kökum og hvernig eigi að gera þær óvirkar.

Það er ekki nauðsynlegt að þú sendir okkur persónuupplýsingar þínar. En það getur verið að við getum ekki framkvæmt ofangreint ef þú velur að veita okkur ekki persónuupplýsingar um þig.

c.      Skyldur þínar

Við gerum ráð fyrir því að þú veitir okkur aðeins persónuupplýsingar um þig sjálfa/n. Ef þú veitir okkur einnig persónuupplýsingar um annað fólk verður þú að tryggja að þú fylgir áskilnaði laga, sem kunna að gilda um veitingu á slíkum upplýsingum til okkar, og heimila okkur, þar sem nauðsynlegt er, að nota, vinna úr og flytja upplýsingarnar. Einkum og í samræmi við gildandi lög á viðkomandi stað, staðfestir þú ef þú notar greiðslukort sem ekki er gefið út í þínu nafni að korthafinn hafi samþykkt notkun á korti hans/hennar við kaup þín og að Nu Skin hafi heimild til að safna, nota og gefa upp persónuupplýsingar viðkomandi til að geta unnið úr kaupunum.

Við gerum einnig ráð fyrir því að þær persónuupplýsingar, sem þú veitir okkar, séu réttar og ef uppfæra þurfi persónuupplýsingarnar munir þú láta okkur vita tafarlaust.

d.      Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þriðju aðilum

Flestar persónuupplýsingar, sem við söfnum um þig eru upplýsingar sem þú veitir okkur með beinum hætti. Við ákveðnar kringumstæður getur einnig verið að við fáum persónuupplýsingar um þig frá:

-          Umboðsmönnum;

-          Einstaklingum sem veita okkur persónuupplýsingar þínar (t.d. fjölskyldumeðlimir þínir);

-          eftirlitsaðilum;

-          öðrum fyrirtækjum sem veita okkur þjónustu.

Sum af slíkum söfnum þriðju aðila kunna að vera upplýsingasöfn opin almenningi.

e.             Börn

Nu Skin beinir hvorki sölu á vörum sínum eða þjónustu að börnum né heimilar umboðsmönnum sínum að vera undir lögaldri (undir 22 ára á meginlandi Kína).

Aðeins fullorðnir geta keypt barnavörur Nu Skin. Ef þú ert undir lögaldri máttu aðeins nota vefsvæðið ásamt foreldri eða lögráðamanni.

Við söfnum hvorki af ásettu ráði né vinnum úr persónuupplýsingum barna undir 13 ára aldri né beinum þjónustu okkar, vefsvæði eða smáforritum að börnum undir 16 ára aldri. Ef þú telur að barn undir þinni ábyrgð hafi veitt okkur persónuupplýsingar mælumst við eindregið til þess að þú hafir tafarlaust samband við okkur og munum við vinna með þér til að finna lausn á málinu.

Við hvetjum þig til að taka þátt í upplifun barnsins þíns á netinu og fara yfir mikilvæg öryggisatriði með hverju barni áður en hann eða hún notar netið.

Ef þú skráir barnið þitt á viðburð eða í hvataferð Nu Skin munum við vinna úr persónuupplýsingum barnsins þíns í tengslum við þátttöku þess á viðburðinum eða í hvataferðinni. Ef viðburðurinn krefst þess að unnið sé úr sérhæfðum gagnaflokkum barnsins munum við óska eftir skýru samþykki þínu.

5.    Hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum á eftirfarandi lagagrunni að því marki sem gildandi lög heimila: (i) til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningi við þig eða til að taka skref áður en við gerum samning við þig, (ii) til að uppfylla áskilnað laga, (iii) þegar við höfum lögmæta viðskiptahagsmuni af því að nota persónuupplýsingar þínar, eða (iv) á grundvelli samþykkis þíns. Lögmætir hagsmunir okkar eru meðal annars rekstur, mat og úrbætur á fyrirtækinu okkar; forvarnir og varnir okkar og annarra gegn svikum, óheimiluðum millifærslum, kröfum og öðrum skuldbindingum; og til að tryggja fylgni við stefnur fyrirtækisins og staðla í iðnaðinum. Hjá fyrirtækjum eins og Nu Skin, sem starfa á alþjóðavettvangi, er úrvinnsla á persónuupplýsingum við stjórnsýslu innanhúss almennt einnig talin meðal lögmætra hagsmuna. Samkvæmt lögum höfum við lagað lögmæta hagsmuni okkar vandlega að réttindum þínum á sviði gagnaverndar. Hafðu samband við friðhelgisdeildina ef þú vilt fá frekari upplýsingar um jafnvægisprófunina.

Notkun okkar á persónuupplýsingum þínum fer eftir því hver þú ert og í hvernig samskiptum þú átt við okkur. Smelltu hér fyrir lista yfir það hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar og á hvaða ástæðum við byggjum við það.

Við munum aðeins vinna úr sérhæfðum gagnaflokkum persónuupplýsinga (t.d. kynþætti eða þjóðaruppruna; heilsufarstengdum upplýsingum) í undantekningartilvikum og þar sem við höfum lagagrunn til að byggja á (t.d. skýrt samþykki þitt).

Hafðu samband við friðhelgisdeildina ef spurningar vakna um hvernig við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar.

6.    Miðlun og flutningur á persónuupplýsingunum þínum

a.      Miðlun á persónuupplýsingum

Það getur verið að við miðlum persónuupplýsingum þínum til:

-          annarra aðila á vegum Nu Skin, þar á meðal framkvæmdastjóra, starfsmanna, umboðsaðila og fulltrúa þeirra í tengslum við rekstur, stjórnun, stjórnsýslu, eftirlit eða mat eða fræðslu. Þú getur skoðað listann yfir aðila á vegum Nu Skin, sem kunna að hafa fengið upplýsingar þínar, hér og lista yfir gagnavinnsluástæður og -flokka hér og í 4. og 5. hluta að ofan;

-          lögfræðinga, endurskoðenda, fjármálaráðgjafa og annarra utanaðkomandi þjónustuaðila í tengslum við þjónustu þeirra við Nu Skin.

-          birgja og þjónustuaðila, þar á meðal en takmarkast ekki við flutnings- og afhendingarfyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja, greiðsluþjónustufyrirtækja, viðburðarfyrirtækja, ferðaskrifstofa og tryggingarfélaga;

-          þriðju aðila ef Nu Skin selur allar eða hluta af eignum sínum til slíks þriðja aðila eða rennur saman við eða er tekið yfir af þriðja aðila;

-          viðeigandi eftirlitsaðila, lögbundins yfirvalds, ríkisstofnunar eða annarra viðeigandi yfirvalda, stofnana eða aðila og eftirlitsaðila í iðnaðinum og annarra einstaklinga, sem Nu Skin ber skylda eða hefur heimild til að gera slíkt samkvæmt lögum, reglum, reglugerðum, lagalegri málsmeðferð eða málshöfðun;

-          einstaklings samkvæmt úrskurði dómstóls í réttu lögsagnarumdæmi eða sambærilegri lagalegri málsmeðferð.

Þess utan getur verið að við flytjum persónuupplýsingar þínar, ef þú ert umboðsmaður eða viðskiptavinur, til umboðsmanna og/eða bakhjarls í upplínu ef við teljum slíkt nauðsynlegt til að tryggja nauðsynlegan stuðning við upplínu eða í fræðsluskyni fyrir umboðsmann.

Í slíkum kringumstæðum munum við grípa til eðlilegra ráðstafana til að tryggja að utanaðkomandi viðtakendur hafi hrundið í framkvæmd eðlilegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingarnar þínar.

Við upplýsum þriðju aðila ekki um persónuupplýsingar þínar fyrir eigin beina markaðssetningu slíkra þriðju aðila.

b.      Flutningur á persónuupplýsingum

Við flytjum persónuupplýsingar í önnur lögsagnarumdæmi eftir þörfum í því skyni sem fjallað er um í þessari friðhelgisstefnu, þar á meðal lögsagnarumdæma sem hugsanlega bjóða ekki upp á sömu gagnavernd og lögsagnarumdæmið þar sem persónuupplýsinga þinna var upphaflega safnað. Til að mynda getur verið að við flytjum upplýsingarnar þínar til Bandaríkjanna því móðurfélög okkar eru staðsett þar.

Þegar við flytjum persónuupplýsingarnar þínar til annarra landa munum við vernda gögnin eins og fjallað er um í þessari friðhelgisstefnu og í samræmi við gildandi lög. Ef slíkt er áskilið í gildandi lögum munum við koma á fót bindandi samningssambandi við viðtakendur gagnanna um að tryggja réttindi þín á sviði gagnaverndar. Auk þess munum við tilkynna um allan flutning á gögnum og/eða gagnaflutningsbúnað til lögbærs eftirlitsaðila þar sem slíkt er áskilið í gildandi lögum.

Hvað varðar flutning frá Evrópska efnahagssvæðinu („EES“) til Bandaríkjanna og annarra lögsagnarumdæma utan EES beitum við stöðluðum samningsákvæðum, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt, og öðrum viðeigandi lausnum á sviði flutninga yfir landamæri eins og áskilið eða heimilað er í 46. og 49. gr. almennu gagnaverndarreglugerðarinnar.  Hafðu samband við friðhelgisdeildina ef spurningar vakna um þær öryggisráðstafanir sem við höfum gert til að standa vörð um persónuupplýsingar þínar þegar þær eru fluttar (þar á meðal hvernig eigi að fá afrit af eða upplýsingar um öryggisráðstafanirnar).

7.    Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar

Við verndum persónuupplýsingar þínar og höfum hrundið í framkvæmd áþreifanlegum (t.d. læstum skjalaskápum), tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda þær gegn óheimilli eða ólögmætri úrvinnslu og gegn óviljandi tapi, eyðingu eða tjóni.

Einkum starfrækjum við gagnanetkerfi sem eru varin með eldvegg og aðgangsstýringarkerfum samkvæmt stöðlum í iðnaðinum. Við notum einnig flutningslagsvernd (TLS) til að vernda sendingu persónuupplýsinga þinna. Aðgangur að upplýsingunum er aðeins veittur heimiluðum einstaklingum í lögmætum viðskiptatilgangi.

Auk þess er aðgangur að persónuupplýsingunum þínum takmarkaður við starfsfólk og þjónustuaðila þegar þeir þurfa á vitneskjunni að halda.

Þó að við leitumst ávallt við að vernda kerfi okkar, starfsstöðvar, rekstur og upplýsingar gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum og uppljóstrunum getum við ekki tryggt, vegna eðlis netsins sem opins alþjóðlegs samskiptamiðils og annarra áhættuþátta, að upplýsingar séu algjörlega öruggar gegn innrásum annarra við sendingu eða þegar þær eru geymdar í kerfum okkar.

Hafðu samband við friðhelgisdeildina ef spurningar vakna um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar.

8.    Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar þínar

Við geymum persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er fyrir úrvinnslutilgang þeirra, sem talinn er upp í „Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér og af hverju“. Það þýðir til dæmis að við geymum persónuupplýsingar þínar ekki lengur þegar (samnings-) samband okkar líður undir lok, nema frekari geymsla sé heimiluð eða áskilin samkvæmt gildandi lögum.

9.    Hver eru réttindi þín varðandi persónuupplýsingar þínar

Þú býrð yfir tilteknum réttindum varðandi notkun okkar og varðveislu á persónuupplýsingum þínum. Þau eru:

-          Leiðrétting. Þú átt rétt á því að biðja um að við gerum breytingar á óheildstæðum eða ónákvæmum persónuupplýsingum um þig sem við vinnum úr;

-          Eyðing. Þú átt rétt á því að biðja um að við eyðum við sérstakar aðstæður persónuupplýsingum um þig sem við vinnum úr;

-          Afturköllun á samþykki. Ef þú hefur veitt samþykki fyrir úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum áttu rétt á því að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Það hefur ekki áhrif á lögmæti úrvinnslu sem byggði á samþykki þínu fyrir afturköllunina. Þetta á við um tilvik þar sem þú kýst að fá ekki markaðsefni sem þú færð frá okkur;

-          Aðgengi. Með ákveðnum undantekningum átt þú rétt á að fá aðgang að og óska eftir afriti af persónuupplýsingum um þig, sem við vinnum úr, og munum við veita þér þær á rafrænu sniði og/eða skriflega eða munnlega þar sem slíkt er heimilt samkvæmt gildandi lögum. Ef slíkt er heimilað í gildandi lögum getur verið að við leggjum á hóflegt gjald fyrir slíka beiðni um aðgang;

Auk þess áttu eftirfarandi rétt ef þú ert á Evrópska efnahagssvæðinu:

-          Takmörkun. Þú hefur rétt á því að óska eftir að við takmörkum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna við sérstakar aðstæður (á einnig við ef þú ert í Makau);

-          Flutningshæfi. Þú hefur rétt á því að óska eftir að við flytjum persónuupplýsingar þínar á skrá hjá okkur til þín eða annarra gagnaábyrgðaraðila við sérstakar aðstæður;

-          Höfnun. Þar sem við byggjum úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum á þeim lagagrunni að við höfum lögmæta hagsmuni af því, áttu rétt á því að hafna slíkri úrvinnslu á grundvelli tiltekinna aðstæðna þinna.  Við munum hlýða beiðni þinni nema óyggjandi lagagrundvöllur fyrir úrvinnslunni gangi framar hagsmunum og réttindum þínum eða ef við þurfum að halda áfram úrvinnslu gagnanna til að ganga úr skugga um, setja fram eða verjast lagalegri kröfu.

Ef við vinnum úr persónuupplýsingum þínum fyrir beina markaðssetningu áttu rétt á því að hafna slíkri úrvinnslu hvenær sem er, þar á meðal vegna persónugreiningar, að því marki sem slíkt tengist beinni markaðssetningu. Ef þú hafnar úrvinnslu vegna beinnar markaðssetningar munum við ekki vinna lengur úr persónuupplýsingunum þínum í slíku skyni.

Þú getur framfylgt framangreindum réttindum þínum, þar sem svo á við, með því að hafa samband við friðhelgisdeildina eða með því að nota netverkfærið okkar á markaðssvæðum sem slíkt verkfæri er fyrir hendi. Við munum svara öllum beiðnum þínum um að framfylgja framangreindum réttindum gagnaaðila innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í gildandi lögum. Það getur verið að við óskum einhliða eftir því að þú sannir deili á þér áður en við veitum þér umbeðnar upplýsingar. Það er til að tryggja að persónuupplýsingarnar séu aðeins veittar þér. Það getur verið að okkur takist ekki að vinna úr beiðni þinni með viðeigandi hætti ef þú ákveður að veita okkur ekki nauðsynlegar persónuupplýsingar til að vinna úr beiðninni. Þú getur sent inn kvörtun eða lagt fram kröfu hjá lögbærum eftirlitsaðila (til dæmis hjá lögbærum eftirlitsaðila í landinu eða á markaðssvæðinu þar sem þú býrð) ef þú ert ekki sátt/ur við það hvernig við unnum úr beiðninni eða vegna brota á gildandi gagnaverndarlögum.

10.           Val þitt um markaðssetningu

Þú getur stjórnað því hvort þú færð beint markaðsefni frá okkur (t.d. hvort við megum senda með rafrænum hætti, til að mynda kynningartölvupósta). Á tilteknum markaðssvæðum þurfum við samþykki þitt áður en þú færð markaðsefni. Til dæmis getur verið að við biðjum þig um að haka við reit til að „fá kynningartölvupósta“ við skráningu sem nýr viðskiptavinur eða umboðsmaður. Á öllum markaðssvæðum getur þú hvenær sem er valið að fá slíkt efni frá okkur eða ekki. Ef þú vilt ekki lengur fá markaðsefni frá okkur, vera á póstlista, sem þú gerðist áður áskrifandi að, eða fá annað markaðsefni skaltu fylgja afskráningarhlekknum í viðeigandi samskiptaefni eða hafa samband við friðhelgisdeildina.

11.           Breytingar á friðhelgisstefnunni

Það getur verið að við uppfærum þessa friðhelgisstefnu af og til. Við munum láta þig vita af öllum meiriháttar breytingum með því að birta breytingarnar hér eða láta þig vita í gegnum aðrar viðeigandi samskiptarásir sem við notum almennt í samskiptum við þig. Allar breytingar á friðhelgisstefnunni taka gildi samstundis eftir að breytingarnar eru birtar á vefsvæðinu nema annað sé tekið fram.

Friðhelgisstefnan var síðast endurskoðuð 5. febrúar 2019.

 

Viðauki 1 – Listi yfir aðila á vegum Nu Skin sem bera ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna

Taflan að neðan inniheldur viðeigandi lögaðila á vegum Nu Skin, sem bera ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga sem tengjast þér sem viðskiptavinur, umboðsaðili, starfsumsækjandi eða gestur á skrifstofu eftir löndum/markaðssvæðum (eins og greint er frá í alþjóðlegu friðhelgisstefnunni okkar undir „Persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér og af hverju“).

Athugaðu að þegar reitir innihalda „/“ þýðir það að við söfnum hvorki né vinnum með öðrum hætti úr persónuupplýsingum fyrir viðkomandi gagnaaðilaflokk í viðkomandi landi/markaðssvæði.

Ef reitur inniheldur fleiri en einn ábyrgðaraðila gagna þýðir það að við erum með fleiri en einn aðila á vegum Nu Skin í landinu/markaðssvæðinu og að viðeigandi ábyrgðaraðili gagnanna er aðilinn á vegum Nu Skin sem þú átt í sambandi við (t.d. vegna þess að þú heimsóttir eða sóttir um hjá viðkomandi skrifstofu Nu Skin).

Til að finna út hvaða aðili á vegum Nu Skin sé gagnaábyrgðaraðili sem ber ábyrgð á persónuupplýsingum þínum þarftu að komast að:

 

1) Í hvaða gagnaaðilaflokk þú fellur:

-      Viðskiptavinir (viðskiptavinir eru meðal annars viðtakendur fréttabréfs eða annars markaðsefnis)

-      Umboðsmenn (þ.e. skráðir dreifingaraðilar)

-      Starfsumsækjendur

-      Gestir á skrifstofu

 

2) Land þitt eða markaðssvæði:

o   Ef þú ert viðskiptavinur skaltu athuga landið/markaðssvæðið þar sem þú skráðir Nu Skin-netreikninginn þinn eða framkvæmir kaup þín.

o   Ef þú ert umboðsmaður skaltu athuga landið/markaðssvæðið þar sem þú skráðir Nu Skin-umboðsreikninginn þinn.

o   Ef þú ert starfsumsækjandi skaltu athuga landið/markaðssvæðið þar sem skrifstofa Nu Skin, þar sem þú sóttir um starf, er staðsett.

o   Ef þú ert gestur á skrifstofu skaltu athuga landið/markaðssvæðið þar sem skrifstofa Nu Skin, sem þú heimsóttir, er staðsett.

 

Síðasta síðan í þessum viðauka 1 inniheldur samskiptaupplýsingar fyrir alla aðila sem taldir eru upp hér. Hafðu samband við friðhelgisdeildina ef þú hefur spurningar eða áhyggjur af þessu.

Land/markaður

Viðskiptavinur

Umboðsmaður

Starfsumsækjandi

Gestur á skrifstofu

Argentína

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Argentina sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Argentina sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Austurríki

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Ástralía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Australia, Inc sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Australia, Inc sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises Australia, Inc.

Nu Skin Enterprises Australia, Inc.

Bandaríkin

 

Nu Skin International Inc.

 

Nu Skin International Inc.

 

Nu Skin International Inc.

 

Nu Skin International Inc.

 

Belgía

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Belgium NV og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Belgium NV eða NSE Products Europe BVBA

Nu Skin Belgium NV eða NSE Products Europe BVBA

Bretland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Brúnei

Nu Skin International Inc. og NuSkin Pharmanex (B) Sdn Bhd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NuSkin Pharmanex (B) Sdn Bhd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

NuSkin Pharmanex (B) Sdn Bhd

NuSkin Pharmanex (B) Sdn Bhd

Danmörk

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Scandinavia A/S

Nu Skin Scandinavia A/S

Filippseyjar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Philippines, LLC sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Philippines, LLC sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises Philippines, LLC

Nu Skin Enterprises Philippines, LLC

Finnland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Frakkland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Franska Pólýnesía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin French Polynesia

Nu Skin International Inc. og Nu Skin French Polynesia

 

 

Holland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Netherlands BV

Nu Skin Netherlands BV

Hong Kong/Macau

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Hong Kong, LLC Nu Skin International Inc. og

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Hong Kong, LLC Nu Skin International Inc. og

Nu Skin Enterprises Hong Kong, LLC

Nu Skin Enterprises Hong Kong, LLC

Indónesía

Nu Skin International Inc. og PT Nusa Selaras Indonesia sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og PT Nusa Selaras Indonesia sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

PT Nusa Selaras Indonesia eða PT Nu Skin Distribution Indonesia

PT Nusa Selaras Indonesia eða PT Nu Skin Distribution Indonesia

Írland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Ísland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Ísrael

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Israel Inc. sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Israel Inc. sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Ítalía

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Japan

Nu Skin Enterprises Inc., Nu Skin International Inc. og Nu Skin Japan sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises Inc., Nu Skin International Inc. og Nu Skin Japan sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Japan

Nu Skin Japan

Kanada

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Canada

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Canada

 

 

Kólumbía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Colombia

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Colombia

 

 

Lúxemborg

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Malasía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin (Malaysia) Sdn. Bhd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin (Malaysia) Sdn. Bhd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin (Malaysia) Sdn. Bhd

Nu Skin (Malaysia) Sdn. Bhd

Meginland Kína

Nu Skin (China) Daily-Use & Health Products Co., Ltd

Nu Skin (China) Daily-Use & Health Products Co., Ltd

Nu Skin (China) Daily-Use & Health Products Co., Ltd;

Shanghai Nu Skin Chuang Xing Daily-Use & Health Products Co Ltd;

Nu Skin Beauty and Wellness Co. Ltd;

Guangdong Xing Chuang Daily-Use & Health Products Co Ltd;

Pharmanex (Huzhou) Health Products Co., Ltd.

Pharmanex Electronic-Optical

Technology (Shanghai) Co., Ltd.

Nu Skin (China) Daily-Use & Health Products Co., Ltd;

Shanghai Nu Skin Chuang Xing Daily-Use & Health Products Co Ltd;

Nu Skin Beauty and Wellness Co. Ltd;

Guangdong Xing Chuang Daily-Use & Health Products Co Ltd;

Pharmanex (Huzhou) Health Products Co., Ltd.

Pharmanex Electronic-Optical

Technology (Shanghai) Co., Ltd.

Mexíkó

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Mexico sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Mexico sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Noregur

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Nýja-Kaledónía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin New Caledonia sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin New Caledonia sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Nýja-Sjáland

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises New Zealand, Inc sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises New Zealand, Inc sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises New Zealand, Inc

Nu Skin Enterprises New Zealand, Inc

Pólland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Rúmenía

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises SRL sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises SRL sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Singapúr

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Singapore Pte Ltd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Singapore Pte Ltd sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises Singapore Pte. Ltd eða NSE Asia Products Pte Ltd

Nu Skin Enterprises Singapore Pte. Ltd eða NSE Asia Products Pte Ltd

Síle

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Chile

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Chile

 

 

Slóvakía

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Spánn

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Suður-Afríka

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises South Africa (PTY) Ltd. sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises South Africa (PTY) Ltd. sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises South Africa (PTY) Ltd.

Nu Skin Enterprises South Africa (PTY) Ltd.

Sviss

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Svíþjóð

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

 Taíland

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises (Thailand) Limited sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises (Thailand) Limited sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises (Thailand) Limited

Nu Skin Enterprises (Thailand) Limited

Tékkland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

 

 

Tævan

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Taiwan, LLC, útibú í Tævan sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Taiwan, LLC, útibú í Tævan sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Taiwan, LLC, útibú í Tævan

 

Ungverjaland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Eastern Europe kft.

Nu Skin Eastern Europe kft.

Úkraína

Nu Skin Enterprises Ukraine LLC

Nu Skin Enterprises Ukraine LLC

Nu Skin Enterprises Ukraine LLC

Nu Skin Enterprises Ukraine LLC

Víetnam

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Viet Nam Limited Liability Company sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og Nu Skin Enterprises Viet Nam Limited Liability Company sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Enterprises Viet Nam Limited Liability Company

Nu Skin Enterprises Viet Nam Limited Liability Company

Þýskaland

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin International Inc. og NSE Products Europe BVBA sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar

Nu Skin Germany GmbH

Nu Skin Germany GmbH


Samskiptaupplýsingar

Guangdong Xing Chuang Daily-Use & Health Products Co Ltd

Room 15, 8/F, Jietai Plaza, No. 218-222  Zhongshan  Six Rd., Yuexiu District, Guangzhou, Guangdong, PRC

48hrs_reply_china@nuskin.com

Nu Skin Argentina Inc.

Italia 701 Rosario,

S2000DEO Provincia Santa Fe.

ARGENTÍNA

Sími: +54 801.45.0137

infoargentina@nuskin.com

NSE Australia Inc.

2/2 Eden Park Dr. Macquarie Park

NSW 2113

ÁSTRALÍA

Sími: +64 2 9491 0900

australiainfo@nuskin.com

Nu Skin Beauty and Wellness Co. Ltd

Factory No. 29 and first floor of Factory No. 23, Longyang Industrial Park, No. 1515 Yuan East Rd., Fengxian District,  Shanghai, PRC

48hrs_reply_china@nuskin.com

Nu Skin Belgium NV

Da Vincilaan 9

The Corporate Village, Building Elsinore

1930 Zaventem

BELGÍA

Sími: +32 2 342 04 75

belgiumweb@nuskin.com

Nu Skin Canada, Inc.

75 West Center St.

Provo, UT  84601, BANDARÍKIN

Sími: +1 801-345-1000

 

Nu Skin Chile

Alonso de Córdova 5320 - Local 17,

Piso 1, Las Condes, Región

Metropolitana

SÍLE

Sími: +56 123 0 020 8520

infochile@nuskin.com

Nu Skin (China) Daily-Use & Health Products Co., Ltd

Factory No. 29 and first floor of Factory No. 23, Longyang Industrial Park, Fengxian District, Shanghai, PRD

48hrs_reply_china@nuskin.com

Nu Skin Colombia

Carrera 15 #93A-62

Bogotá

BOGOTA

Sími: +57 801 345 0264

infocolombia@nuskin.com

Nu Skin Eastern Europe Kft.

Kft. Alkotás utca 48-50

1123 Búdapest

UNGVERJALAND

Sími: +36 21 200 78 27

hungaryweb@nuskin.com

Nu Skin Enterprises Inc.

75 West Center

Provo, UT 84601

BANDARÍKI NORÐUR-AMERÍKU

Sími: +1 800 487 1000

NSE Asia Products Pte Ltd

1 Temasek Avenue

#23-02/03

Millenia tower

SINGAPÚR (039192)

Sími: +65 6837-3363

48hrs_reply_singapore@nuskin.com

NSE Hong Kong, LLC

5/F, Citicorp Centre, 18 Whitfield Road, Causeway Bay

Hong Kong

KÍNA

Sími: +852 2837 7700

48hrs_reply_nshk@nuskin.com

NSE New Zealand, Inc

Unit 16/180 Montgomerie Road

Airport Oaks,

2022 Auckland

NÝJA-SJÁLAND

Sími: 0800 687 456

nzad@nuskin.com

 

NSE Philippines, LLC

41 San Miguel Avenue

15th floor, Octagon Center, Ortigas Center

1605 Pasig City

FILIPPSEYJAR

Sími: +63 2 868 75 46

48hr_reply_phils@nuskin.com

NSE Products Europe BVBA

Da Vincilaan 9

The Corporate Village, Building Elsinore

1930 Zaventem

BELGÍA

Sími: +32 2 342 04 75

belgiumweb@nuskin.com

NSE (Romania) SRL

Bucuresti, Str. Grigore Cobalcescu nr. 46, mansard, Camera 13, sector 1.

RÚMENÍA

Sími: +40 312 294 653

romaniaweb@nuskin.com

Nu Skin Enterprises Singapore Pte Ltd

8 Eu Tong Sen Street

#25-89 The Central

059818

SINGAPÚR

Sími: +65 6837 3363

48hrs_reply_singapore@nuskin.com

NSE South Africa (PTY) Ltd.

Techno Link 63, Regency drive, Route 21 Corporate Park, Nellmapius Drive

0157 Irene

SUÐUR-AFRÍKA

Sími: +27 875 503 103

southafricasupport@nuskin.com

NSE (Thailand) Limited

319 Antelope Square Building, 15th Fl.,

Phayathai Road, Pathumwan,

10330 Bangkok

TÆLAND

Sími: +66 0 2791 8500

48hr_reply_thailand@nuskin.com

NSE Ukraine LLC

Velika Vasilkovska street 72A

floor 8, office 174

03680 Kíev

ÚKRAÍNA

Sími: +380 0 800 30 19 84

ukraine@nuskin.com

NSE Viet Nam, LLC

201 Nam Kỳ Khởi Nghĩa, phường 7, quận 3, TP. Hồ Chí Minh

VIETNAM

Tel: +84 028 3932 4300

48hrs_reply_vietnam@nuskin.com

Nu Skin French Polynesia

2/2 Eden Park Dr. Macquarie Park

NSW 2113

ÁSTRALÍA

Sími: +64 2 9491 0934

pacifiquesud@nuskin.com

Nu Skin Germany GmbH

Taunusstrasse 57

55118 Mainz

ÞÝSKALAND

Sími: +49 613149 09 108

germanyweb@nuskin.com

Nu Skin International Inc.

75 West Center

Provo, UT 84601

BANDARÍKI NORÐUR-AMERÍKU

Sími: +1 800 487 1000

Nu Skin Israel Inc.

Omarim Street 11, Building Menivim, Industrial Park

8496500 Omer

ÍSRAEL

Nu Skin (Malaysia) Sdn. Bhd

Lot 2.5.1, Level 2, PNB Perdana (Commercial Centre), No. 10, Jalan Binja

50450 Kúala Lumpur

MALASÍA

Sími: +60 3 2170 7700

48hrs_reply_malaysia@nuskin.com

Nu Skin Netherlands BV

Amundsenweg 2

5928 LT Venlo

HOLLAND

Sími: +31 850 02 18 53

netherlandsweb@nuskin.com

Nu Skin New Caledonia

Unit 16/180 Montgomerie Road

Airport Oaks,

2022 Auckland

NÝJA-SJÁLAND

Sími: 0800 687 456

pacifiquesud@nuskin.com

NuSkin Pharmanex (B) Sdn Bhd

(Nu Skin Brunei Experience Center)

D2, Blk D, Lot 11620, Jalan Gadong

BE1718 Bandar Seri Begawan

BRÚNEI DARUSSALAM

Sími: +673 2 422 225

48hrs_reply_brunei@nuskin.com

Nu Skin Scandinavia A/S

Havneholmen 25

1561 Kaupmannahöfn

DANMÖRK

Sími: +45 78 73 06 02

neucustomerservice@nuskin.com

 

Nu Skin Taiwan, LLC, útibú í Tævan

7F-1, No. 189, Section 2

Jiuzong Road

Neihu District

Taipei City, 114

TÆVAN

Sími: +886 02 8752 - 8555

nstwinfo@nuskin.com

Pharmanex (Huzhou) Health Products Co., Ltd

No. 819-1, Xinzhu Road,

Zhejiang, ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ KÍNA

48hrs_reply_china@nuskin.com

PT Nusa Selaras Indonesia (PT Nu Skin Distribution Indonesia)

Jl. Jend Gatot Subroto 44 Kuningan Barat

Area Gd. City Plaza

10th Fl., Suite 1001-1002

Mampang Prapatan Jakarta Selatan

DKI Jakarta 12710

INDÓNESÍA

Sími: +62 21 300 300 10

48hrs_reply_indonesia@nuskin.com

Shanghai Nu Skin Chuang Xing Daily-Use & Health Products Co Ltd

Room 408-2 and 408-6, 75 Tian Lin East Road, Xuhui District, Shanghai, PRC

48hrs_reply_china@nuskin.com

Pharmanex Electronic-Optical

Technology (Shanghai) Co., Ltd.

Room 206, Building T3-11, No. 5001 Huadong Road, Jinqiao Export Processing Zone (South District), Pudong New Area, Shanghai, PRC

48hrs_reply_china@nuskin.comViðauki 2 - Hvernig við notum persónuupplýsingar þínar

Unnið verður úr (þar undir fellur söfnun, skráning, flokkun, skipulagning, geymsla, aðlögun eða breytingar, öflun, athugun, notkun, uppljóstrun með sendingu, miðlun eða annar háttur til að gera upplýsingarnar aðgengilegar, samræming eða samblöndun, takmörkun, afmáun eða eyðing á persónuupplýsingunum þínum) persónuupplýsingum og skjölum, sem við kunnum að hafa safnað eða erum að safna frá þér eða þú hefur veitt okkur eða ert að veita okkur, meðal annars í eftirfarandi tilgangi og lagagrunni þar sem slíkt er heimilað í gildandi lögum:

Sem

Við notum persónuupplýsingarnar þínar til að

Við byggjum á eftirfarandi lagagrunni við notkun á persónuupplýsingum þínum:

Viðskiptavinur   

búa til og stjórna reikningi þínum; vinna úr kaupum þínum og stjórna ↗ vöruskilum þínum; eiga í samskiptum við þig um pöntun þína á vöru eða þjónustu.        

til að uppfylla samning okkar við þig og til að hlýta lagalegum og reglugerðarbundnum skuldbindingum okkar, þar á meðal á sviði bókhalds, skatta og gagnaverndar.

veita frétta- og upplýsingaþjónustu þar á meðal fréttir í tölvupósti og fréttabréf.

þar sem við höfum samþykki þitt og/eða þegar þú hefur látið í ljós að þú viljir fá slíkt markaðsefni; eða þar sem við höfum lagalega hagsmuni af því að veita þér markaðsefni.

starfrækja bælingarlista til að tryggja að þér berist engin samskipti ef þú hefur uppi andmæli eða afskráir þig.

til að standa við lagalegar skuldbindingar okkar.

stunda rannsóknir og þróunarstarf á grundvelli samantekinna gagna, þar á meðal en takmarkast ekki við tölfræði um sölu, markaðsgreiningu, þróun á vörum og þjónustu; til að viðhalda alþjóðlegum gagnagrunnum okkar.

sinna lögmætum hagsmunum okkar við að bæta upplifun viðskiptavina, bæta vörur okkar og þjónustu og almenna nýsköpun; og til að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, samfélagslega og fjárhagslega hagsmuni okkar eða með samþykki þínu til að framkvæma samning okkar á milli eða þar sem slíkt er heimilt samkvæmt gildandi lögum.

til að koma í veg fyrir og greina ólögmætar athafnir eins og misnotkun greiðslukorta og við deilustjórnun, til dæmis þegar þú sendir inn kvörtun um vörur okkar eða þjónustu.

til að uppfylla laga- og regluskyldur, þar á meðal á sviði bókhalds og skattamála; og til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, samfélagslega og fjárhagslega hagsmuni okkar og til að eiga í samskiptum við þig eða vegna framkvæmdar á samningi okkar í millum.

viðhalda öryggi og stjórna aðgangi að kerfum okkar, vefsvæði og smáforritum.

til að uppfylla lagaskyldur og/eða til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að viðhalda öryggi vefsvæðis, smáforrita og netkerfa eða vegna framkvæmdar á samningi okkar í millum.

safna upplýsingum um hvernig þú notar þjónustu okkar svo við getum sérsniðið samskipti okkar til þín og bætt vefsvæði okkar og smáforrit.

við framkvæmd á samningi okkar í millum, þar sem samþykki þitt liggur fyrir, eða til að sinna lögmætum hagsmunum okkar um að bjóða upp á vefsvæðið og smáforritin með skilvirkum hætti.

Umboðsmaður

búa til og stjórna reikningnum þínum og vinna úr kaupum þínum og bjóða upp á viðvarandi þjónustu við viðskiptavini og aðstoð við þig og umboðsreikninginn þinn.

til að uppfylla samning okkar við þig og til að hlýta lagalegum og reglugerðarbundnum skuldbindingum okkar, þar á meðal á sviði bókhalds, skatta og gagnaverndar.

vinna úr þóknun þinni og kaupaukagreiðslum.

til að uppfylla samning okkar við þig og til að lagalegar skuldbindingar okkar, þar á meðal á sviði bókhalds- og skattamála.

veita þér þjónustu, til dæmis, (i) við miðlun upplýsinga í viðskiptastoðefni Nu Skin, (ii) með því að bjóða þér á viðburði og senda áminningar um viðburðasvæði, dagsetningar og tíma og (iii) skipuleggja árangursferðir og viðburði.

til að uppfylla samning okkar við þig; eða til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að þjálfa umboðsmenn okkar með fullnægjandi hætti og bjóða þeim upp á hvatakerfi eða með samþykki þínu.

veita þér viðurkenningu sem umboðsmaður, til dæmis með því að birta nafn þitt, sölumet, mynd, merkistitil, góðgerðarframlög sem þú hefur gert, o.s.frv. á viðburðum Nu Skin, í viðskiptastoðefni, á samfélagsmiðlum, í tölvupósti o.s.frv.

þar sem samþykki þitt liggur fyrir; eða vegna þess að við höfum lögmæta hagsmuni af því að auglýsa vörumerki okkar og árangur sölufólks okkar.

kynna vörumerkið okkar, til dæmis, með því að nota (i) vitnisburð þinn frá viðburðum Nu Skin, eða (ii) upptökur af þér og/eða störfum þínum á viðburðum Nu Skin á vefsvæðinu, í markaðsefni eða á öðrum markaðsverkfærum.

þar sem samþykki þitt liggur fyrir; eða vegna þess að við höfum lögmæta hagsmuni af því að auglýsa vörumerki okkar og árangur sölufólks okkar.

veita frétta- og upplýsingaþjónustu þar á meðal fréttir í tölvupósti og fréttabréf.

þar sem við höfum samþykki þitt og/ef þú hefur látið í ljós að þú viljir fá slíkt markaðsefni; eða þar sem við höfum lagalega hagsmuni af því að veita þér markaðsefni.

starfrækja bælingarlista til að tryggja að þér berist engin samskipti ef þú hefur uppi andmæli eða afskráir þig.

til að standa við lagalegar skuldbindingar okkar.

stunda rannsóknir og þróunarstarf á grundvelli samantekinna gagna, þar á meðal en takmarkast ekki við tölfræði um sölu, markaðsgreiningu, þróun á vörum og þjónustu; til að viðhalda alþjóðlegum gagnagrunnum okkar.

til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að bæta upplifun viðskiptavina, bæta vörur okkar og þjónustu og almenna nýsköpun; og til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, samfélagslega og fjárhagslega okkar eða þar sem slíkt er heimilað í gildandi lögum.

til að koma í veg fyrir og greina ólögmætar athafnir eins og misnotkun greiðslukorta og við deilustjórnun, til dæmis þegar þú sendir inn kvörtun um vörur okkar eða þjónustu.

til að uppfylla laga- og regluskyldur, þar á meðal á sviði bókhalds og skattamála; og til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að tryggja og efla efnahagslega, viðskiptalega, samfélagslega og fjárhagslega hagsmuni okkar og til að eiga í samskiptum við þig.

viðhalda öryggi og stjórna aðgangi að kerfum okkar, vefsvæði og smáforritum.

til að uppfylla lagalegar skyldur og til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að viðhalda öryggi vefsvæðis, smáforrita og netkerfa.

safna upplýsingum um hvernig þú notar þjónustu okkar svo við getum sérsniðið samskipti okkar til þín og bætt vefsvæði okkar og smáforrit.

við framkvæmd á samningi okkar í millum, þar sem samþykki þitt liggur fyrir, eða til að sinna lögmætum hagsmunum okkar um að bjóða upp á vefsvæðið og smáforritin með skilvirkum hætti.

Starfsumsækjandi

við skoðun á því hvort ráða eigi einstaklinga og tækifæri verktaka og sinna nýliðaþjálfun.

til að grípa til ráðstafana að ósk þinni áður en samningur er gerður við þig til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar og/eða til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að finna viðeigandi umsækjendur í laus störf og, þar sem svo á við, með samþykki þínu.

Gestur á skrifstofu

til að tryggja öryggi og stjórna aðgangi að skrifstofum okkar.

Þar sem slíkt er heimilað í gildandi lögum, til að sinna lögmætum hagsmunum okkar við að tryggja öryggi bygginga okkar, kerfa og skrifstofubúnaðar eða með samþykki þínu þar sem slíks er krafist samkvæmt gildandi lögum.